"fuck the rest"

Ég er af gamla skólanum ,pínulítiđ. Og kominn á ţann aldur ađ nenna ađ nöldra yfir ţví ţegar fólk í fjölmiđlum getur ekki komiđ frá sér óbrjáluđu máli. Ţannig er ţađ bara.

Venjulega er um ađ rćđa unglinga sem missa sig í stuđinu og láta allt flakka. Sennilegt ađ í mínu ungdćmi hafi bara engir unglingar fengiđ störf í fjölmiđlium eđa ţá ađ allt var unniđ eftir handritit og ţví engar misfellur. Kostir og gallar.

Svo háttar til ađ ég hlusta á bylgjuna á leiđ til vinnu á hverjum morgni mér til ánćgju. Gissur  Sigurđsson er af sýnu samstarfsfólki talinn skemmtilegur fýr heyri ég reglulega. Hann er međ svona frétta spjall tvívegis í morgunţćttinum og getur fariđ á kostum. Og ţá er ekki treyst á handrit, ónei.

Innanhússhúmorinn tekur ţá gjarnan völdin og hópurinn skemmtir sér vel og skellir uppúr ótt og títt. Ţetta stundum gaman en í morgun gerđist ţađ sem gerist of oft fyrir minn smekk. Gissur missir sig og gleymir ţví ađ hann er ađ tala í útvarp en er ekki í skemmtispjalli á kaffistofunni.

Hann endar eina sniđuga sögu á ţessum klassísku ođrum, " fuck the rest" viđ nokkurn fögnuđ. Og ég fór á flug. Má ţetta? Verđur enginn fúll. Ţetta er ekki einsdćmi reyndar hvorki hjá Gissuri né öđrum. Ekki er langt síđan Adolf Ingi ruddi útúr sér brandara um ţeldökkan spretthlaupara í beinni útsendingu sem var ekkert minna en rasismi og og dónaskapur um samkynhneigđa, í sömu setningunni.

Kannski bara nöldur í mér en ţá ţađ. Er af gamla skólanum og vill ađ menn vandi sig.

Röggi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband